þriðjudagur, júní 29, 2004

Útilegan
um helgina var blaut og köld. Alveg svona íslensk stemning *burr*. En við keyrðum niður á Langeland og hittum þar Gunna og Þórörnu með krakkana. Það er rosalega fallegt þarna á Langaland en það er eyja sem er fyrir neðan Fjón -sem er eyjan á milli Sjálands (þar sem köben er) og Jótlands (þar sem við búum) umhverfið á eyjunni er ekki líkt neinu sem við höfum áður séð. Ótrúlega gaman að sjá þetta og upplifa. En ef það fer ekki að verða betra veður hérna í DK þá nennum við sko ekki í fleirri útilegur. Það er alveg á hreinu. Tjaldið okkar nýja og græjurnar sem tengdó gáfu okkur stóðu sig með stakri prýði og það var gaman að víga allt dótið. Krakkarnir skemmtu sér vel og við drukkum mikin bjór. Gaman að því ! Komum heim á sunndaginn þreytt og lúin en æðislega ánægð með helgina.

Talvan krassaði endanlega og það var einhver tölvugæji sem straujaði diskinn og þetta er bara eins og nýtt tæki. Það skýrir bloggleysið en einhver Smári kvartaði undan því í tralli í síðustu færslu ! Mig grunar nú að þetta sé María sem þorir ekki að skrifa undir nafni af því að hún er svo blogglöt ! Humm.

Ég tók mig til í dag og byrjaði að mála gestaherbergið. Ég er ægilega ánægð með það, þetta var farið að pirra mig mega mikið hvað veggirnir voru ógeðslegir. En næstu gestir detta inn á fimmtudagskvöldi þannig að það er eins gott að allt sé spikk og span.

Biss dann !

fimmtudagur, júní 24, 2004

Góðar fréttir
Vorum að selja Opelinn okkar. Við erum ægilega ángæð með það, ekki það að við höfum fengið eitthvað mikið fyrir hann en við erum bara fegin að vera laus við hann. Smá minna til að hafa áhyggjur af ;-)

En við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir útiLEGUNA sem við erum að fara í á morgun. Erum að fara hitta Gunna og Þórörnu sem koma frá Köben. Hérna eru herlegheitin ef þið viljið kíkja og sjá hvað við eigum eftir að skemmta okkur vel !

miðvikudagur, júní 23, 2004

Tölvupikkless
í gangi hérna á Flintebakken,við erum ekki kát með það. Ég er að uppgvötva hvað ég er háð netinu en ég kemst á það svona 5 mínutur í senn. Ekki sniðugt ! Þarf að plata Grétar nágranna minn í heimsókn til að sjá hvað er að.........
En ég er allavegana búin að skrifa mörg blogg sem hafa bara horfið púff og líka emailin ! Arg og garg. Ekki sniðugt.

Guðni fór í heyrnarmælingu í gær og þau héldu ekki vatni yfir honum þar, það er semsagt búið að útiloka það í milljónasta skipti að krakkinn heyri ílla. Hann er bara seinn til máls............ ótrúlega seinn. En það eru margir í fjölskyldunum hans líka þannig að... ekkert hættulegt held ég. En þau vildu gefa honum 6 mánuði í viðbót áður en eitthvað verður gert.

Danir "unnu" fótboltan í gær en þeir þurftu 2-2 jafntefli til að komast áfram. Gummi fór og horfði á hann í góðum félagsskap með íslensku strákunum á kollegie hérna rétt hjá. Gummi er meira að segja búin að kaupa sér landsliðstreyju þannig að núna er honum ekkert að vandbúnaði. Go denmark !!!!

Reyni að redda þessum tölvumálum, agalegt að vera sambandslaus við umheiminn.

laugardagur, júní 19, 2004

Partý og útskrift !
Soffía frænka mín, dóttir Einars Balvins var að útskrifast sem stúdent. Hérna í danmörku er það ægilega mikið húllum hæ sem fylgir þessum tímamótum. Ekkert minni gleði en heim á Íslandi heldur bara öðruvísi.
Allavegana þá var ég á fimmtudaginn að hjálpa Heiðbrá að taka á móti öllum krökkunum úr bekknum hennar en þau keyra á milli heimila á stórum pallbíl, þiggja veitingar í fljótandi formi, eru í svona 20 mín á hverjum stað og halda svo áfram. Æðislega sniðugt og skemmtilegt. En ég fékk semsagt að vera að hjálpa til, við buðum upp á heitt kakó og Stroh *namminamm* og ég held bara að krakkarnir hafi verið hrifnir af því. En þau voru svo prúð, sæt og skemmtileg. Frábært, en við tókum á móti þeim um 11 leytið, mér skilst að eftir 25 heimsóknir hafi þau verið ansi "hress" mörg þeirra. Enda ekki kurteisi að neita veitingum ! Humm.
En í dag var svo útskriftarveislan hennar, það var æðislega gaman. Strákarnir voru í essinu sínu, eins og alltaf heima hjá þeim. Veitingarnar voru frábærar og Soffía var æðislega ánægð með þetta allt saman. Og þá er jú tilgangnum náð ! ´ik.

Við vorum með partý í gær, eða sko partý á Einars Kára mælikvarða, alltaf þegar fleirri en 7 eru saman komnir þá er partý ! En ekki hvað. Anyways, María, Pálmar, Salka, Júlli, Logi og Emilía komu í mat. Karlarnir horfðu á fótbolta og pössuðu börnin á efri hæðinni en við sátum og kjöftuðum. Ekki slæmt það. Fínt að hafa góða barnapíur ! Og þá er ég ekki að meina fótbolta. HEHEHE

miðvikudagur, júní 16, 2004

Sumarskemmtun
á leikskólanum hans Einars Kára í gær. Það var voðalega gaman, fullt af leikjum og tækjum. Verðlaun og alles. Grillaðar pulsur og bjór !!! í boði. Ægilega huggó ! En Einar fór mjög ánægður í leikskólann í gær, mamma hans er nefnilega ekki eins skemmtileg og hann minnti. Engar pitsur í hádeginu og ekkert kók. Bara þrif og leiðindi ! Þannig þegar kl var um 3 var hann farinn að biðja mig um að fara með hann í leikskólann ! Jáhá, ég er greinilega ekki nógu skemmtileg. Ekkert að því, það hefur enginn krakki gott af því að hanga með mömmu sinni allann daginn, og hana nú !
Annars hef ég það bara hugggó, er að dúlla mér hérna heima. Fór reyndar á kaffihús með Kareninu nágranna með meiru. Gaman að því.

mánudagur, júní 14, 2004

Gestirnir farnir !
þau fóru í gær og það er ekki laust við að það sé hálftómlegt í kofanum ! En svona er nú lífið. Við kíktum til Hadsten og sátum þar í sól og steikjandi hita, sleiktum ís, drukkum kaffi og höfðum það huggó. Einar Baldvin hafði frá mörgu að segja en hann var að koma frá Íslandi þar sem hann var með fyrirlestur sem sló í gegn. Alltaf gaman að heyra slúður að heiman ;-)

Núna erum við Einar Kári heima að þrífa og taka til. Það þarf víst líka að gera það. Enda haugdrullugt allt hérna, ojbjakk. Ég leyfði Einari að vera heima í dag afþví að hann er ekkert allt of sáttur í leikskólanum og ég er að hugsa um að leyfa honum að vera heima með mér 1-2 daga í viku þangað til að honum líður betur. Hann er ekki búin að fatta að tala dönsku og því hefur hann ekki tengst neinum krökkum ennþá. Hann talar mikið um að hann vill ekki fara í leikskólann og svona. Því erum við búin að ákveða að gefa honum bara aðeins lengri tíma. Það er nú bara þannig. Elsku karlinn, en við erum búin að sækja um nýjan leikskóla sem er hérna rétthjá, þar eru krakkarnir sem búa hérna í raðhúsunum í kringum okkur og ég held að það verði styrkur fyrir hann að hafa einhvern sem hann þekkir. En þangað til......... anda rólega og muna að góðir hlutir gerast hægt !

föstudagur, júní 11, 2004

Jensens Böfhus
er fínn staður til að fara með börn á en þangað fórum við í boði tengdó í kvöld. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og voru miklir herramenn allan tímann. Það er svo gaman hvað þeir eru duglegir að bíða eftir matnum og borða og svona.
En á morgun ætlum við að fara í Jespershús sem er blómagarður hérna á Jótlandi. Það verður vonandi gaman. Það var þvílíkt úrhelli í dag með þrumum og alles, vonandi sleppum við við svoleiðis rugl.
Annars notum við tækifærið úr því að við erum með gesti og fórum í heimsókn til Karenar og Grétars. Þau eru greyin í prófum og eru ansi framlág. Aumingja þau, ég get nú samt ekki annað en hugsað um að þetta er einmitt það sem ég er búin að velja mér að gera næstu árin. Sitja og lesa undir próf í Júní ! Æði ! Not.

Það eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna. Enjoy !

miðvikudagur, júní 09, 2004

Æðsti draumur hans Einars
fyrir utan þennan sem hann á um að safna peningum fyrir hjóli handa Guðna, er að fá að sækja Guðna í leikskólann. Alltaf þegar Guðni er eitthvað súr og ílla upplagður á morgnana þá segir Einar við mig; veistu mamma ef þú myndir lofa mér að sækja hann í dag þá verður hann svo glaður. Það væri nú ljúft ef þetta væri raunhæft, við gætum smurt samlokur handa þeim og skellt okkur til Köben. Það væri nú ljúft. En ég held að við þurfum að bíða aðeins með það, Einar er jú ekki nema 4ra ára !

þriðjudagur, júní 08, 2004

Allir að græða
þessa dagana, en þó aðallega við hérna á Flintebakken. Við erum nefnilega með ömmu og afa í heimsókn og það er nú engin smá gróði skal ég segja ykkur. Strákunum finnst æðislega gaman að hafa ömmu og afa í heimsókn og okkur líka. Þau eru búin að leigja sér bíl og eru búin að rúnta sér til skemmtunar. Gaman að því. Svo fórum við í allsherjar innkaupaleiðangur þar sem þau splæstu á okkur útileigugræjum, þvílíkt flottum. Vá við erum alveg í skýjunum !
En annars er lítið að frétta, það er bara alltaf sól og sumar og við erum alltaf ægilega ánægð með þetta allt saman.

laugardagur, júní 05, 2004

Kanínuróló
rokkar hjá okkur hérna á Flintebakken. Við hjóluðum þangað í morgun og við hjónin sátum á bekk á meðan strákarnir skúnkuðust ! Huggó.
Allt í einu segir Gummi við mig ; veistu hvernig maður segir, komdu og sestu á bekkinn ?
Ég; segir maður ekki, kom og set på bænken eða eitthvað svoleiðis !
Gummi ; Nei maður segir nefnilega, kom og se på gederne !
Ég ; Nei það þýðir komdu og sjáðu geiturnar, hvernig datt þér í hug að það þýddi að setjast á bekkinn ?
Gummi ; Sko málið var að ég heyrði 2 í röð segja þetta, svo settust þeir á bekkinn ! Mér datt ekki annað í hug en að það þýddi þetta með bekkinn sko !

Kýr skýr ! Sniðugur strákur hann Gummi, leggur svo fínt saman 2+2. Af lyktinni í eldhúsinu er ekkert að frétta, eða sko svona engar fréttir eru góðar fréttir. Ergó = hún er ekki lengur til staðar ! *heldég*

fimmtudagur, júní 03, 2004

Fýla
inni í eldhúsinu er að drepa mig. Ég finn ekki hvaðan hún kemur. Ég segi ekki að ég hafi verið sveitt að leita að sökudolgnum, ég er frekar búin að sitja sveitt úti í sólinni að steikja mig. Hvað á ég að gera ;

A. Láta eins og ég viti ekki af þessu og halda áfram í sólbaði -er að lesa frábæra bók og hef það huggó.

B. Drulla mér inn að þrífa og taka til.

C. Reyna finna upptök fýlunar og fara síðan í sólbað.

D. Kaupa mér þrifkonu og liggja í sólbaði á meðan hún þrífur.

E. Bíða eftir að Gummi finni lyktina líka og geri eitthvað í henni ? *yeah right*

F. Ekkert af því sem talið er upp hér að framan. Ef þessi möguleiki er valinn, vinsamlegast komið með uppástungur.

Er að drepast, tengdó er að koma í heimsókn og ég verð að drullast til að gera eitthvað í þessu, það er varla líft hérna inni.
Sumar og sól
hérna í Danmörku. Ji það er svo gott veður. Ég nenni ekki að gera neitt nema hanga í sólinni og hafa það huggó ! Sem er ekkert slæmt en öllu má nú ofgera. Ég hjólaði niður í bæ í gær, NB fyrsta sinn sem ég hjóla niður eftir. Við búum upp á hæð og það er svakalega auðvelt að hjóla niður eftir en hrikalegt að hjóla heim. Ég hef ekki almennilega lagt í þessa miklu ferð, en var búin að lofa sjálfri mér því að hreyfa mig reglulega í sumar. M.a með því að hjóla. Enyways þá gekk þetta bara vel og ég fékk mér salat á Macdonalds, keypti mér buxur og bol. Las Moggann á bókasafninu og hafði það huggó. Ekki leiðinlegt það.