Dagurinn hálfnaður.
Og við erum búin að gera alveg fullt. Fórum út snemma í morgun út í möntvask að þvo svolítið. Kíktum aðeins út á Amagercenter og borguðum leiguna, úpps svolítið seinnt. En betra er seinnt en aldrei. Fórum í búðina og keyptum nesti. Við erum búin að vera að horfa mikið á danina og þeir eru allir með "madpakke" sem er auðvitað mikið skynsamlegra og sniðugra heldur en að láta taka sig í óæðri endann í búllum sem selja ógeðslegan mat og flatt kók. Við erum semsagt að fara á bakkann með "madpakke" og huggulegheit. Nú er bara vonandi að litla kvikindið verði til friðs ! HEHE.
Tóta
fimmtudagur, júlí 17, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli