þriðjudagur, júlí 15, 2003

ALLT OF HEITT !.
Fyrir okkur íslendingana er allt of heit hérna í köbenhavn Við sáum 29 stig á einum mæli í dag og það er einum of mikið. En annars er dagurinn búinn að vera skrítinn, við sváfum öll eitthvað furðulega og Einsi var vaknaður kl 5. Halló ! en hún var þá 7 að dönskum tíma þannig að við rölltum út í bakarí og huggulegt. Annars er dagurinn aðallega búin að fara í nostalgíu hluti hjá mér. Fara á alla gömlu staðina og rifja upp það helsta. Gaman að því. Við rölltum líka aðeins niður í bæ og höfðum gott af því. Versluðum aðeins í HM og svona.
En núna er komin ró og friður en það er allt búið að vera svolítið skrítið í dag. Enda synir mínir mikilir reglupésar. Á morgun er stefnt á dýragarðinn og það verður örugglega fjör !

tóta

Engin ummæli: