mánudagur, júní 11, 2007

Spánarveður hérna núna, næstum því aðeins of heitt. Við fórum niður á strönd í gær en ströndin "okkar" er í 15 mín hjólafæri. Við erum búin að selja bílinn og hjólum því út um allt. Snilld. En strákarnir skemmtu sér vel á ströndinni, veiddu krabba og allt.
föstudagur, júní 01, 2007

Mamma dóni ! Sagði Einar um daginn, ég hvað alveg ha ! Ég dóni, nei það getur ekki verið. Jú það má ekki segja "sku" ég bara alveg nú, ó okey.
Ég er semsagt búin að búa hérna í tæp 4 ár og er búin að tala flydene dansk að eigin mati allan tímann. En sku er sem sagt ekki það sama og sko, það er eiginilega blótsyði. Til dæmis þegar ég hef verið spurð hvort að strákarnir gætu leikið þá hef ég svarað; Ja det ved jeg sku ikke, meinandi, tja það veit ég ekki alveg. En danirnir heyra mig segja; What the HELL do I know........ Ég fer að slaga upp í Kamillu systur í krúttlegheitum. Gaman að því.

Annars er Jules minnsta systir mín að útskrifast úr menntaskólanum í dag. Ég vildi að ég væri í Barmó að samfagna. En svo er ekki, í stað þess sit ég heima og drekk rauðvín. Jáhá.

fimmtudagur, maí 31, 2007
Það fór nú ekkert ílla um strákana um helgina með pabba sínum. Þeir fóru í bíó, út að borða, á róló og voru í þvílíku stuði !

En ég er sem sagt búin að skila ritgerðunum, rooosalegur léttir. Ég fann það bara í gær þegar ég settist niður við kvöldmatarborðið hvað ég er orðin þreytt, með vöðabólgu og bakverki. Enda gömul kona. Öss öss.

En við tekur ýmiskonar útréttingar og skemmtilegheit. Góða helgi.

föstudagur, maí 25, 2007


Við fórum í foreldraviðtal í skólanum hans Einars Kára, kennarinn er svona ægilega ánægð með hann, þó að hann gleymi sér stundum í fíflalátum. En hann er mikill stuðbolti, stundum svolítið utanvið sig en góður vinur og umhyggjusamur. Við tútnuðum út af stolti yfir elsta unganum okkar duglega.

Gleymdi mér í sjálfsvorkuninni að minnast á það að við fórum á Georg Michael tónleika síðasta föstudag og þeir voru ÆÐI. Kappinn er bara flottur. Við vorum með frekar flott sæti en fórum inn á vitlausum stað, reyndar mikið betri stað, þannig að við stóðum bara og tjúttuðum allan tímann. Frábært stuð !
Heiðbrá "amma" kom og passaði drengina sem höguðu sér eins og ljós. Meira að segja Jón Gauti skreið bara upp í fangið á henni og sofnaði á skikkanlegum tíma.

Annars er allt í ljóma, blóma fyrir utan ritgerðarskirf og óselt hús. En ef við værum ekki búin að kaupa draumhúsið á Íslandi væri ég hætt við að flytja til Íslands. Hvaða rugl er þetta með veðrið og snjó upp úr þurru ? Það er spá heitasta sumri í manna minnum og við búum við "hliðina" á ströndinni. Þetta er eitthvað rugl !

föstudagur, maí 18, 2007


Mér finnst rosalega gaman að vera í skóla, sem betur fer ég er td búin að hanga í háskólanámi í tæp sjö ár þannig að það er eins gott að hafa gaman að. Eða sko, mér finnst gaman 10 mánuði á ári. Þessir tveir mánuðir desember og mai finnst mér alveg viðbjóðslega erfiðir og leiðinlegir, verkefnaskil og pressan er alveg að drepa mig. Ekki að fíla þetta !

Svo fyrir utan það þá eru desember og mai frekar pirrandi mánuðir, þannig séð. Desember er (eins og flestir vita) jólamánuður og þ.a.l stútfullur af allskonar uppákomum og hullumhæi. Og afþví að ég er svo mikið kontrolfrík þá get ég ekki hugsað mér að missa af neinu og er helst í stjórn að skipuleggja líka. Þannig að það er sífellt verið að trufla mig við lesturinn og það gerir mig rosalega pirraða.

Mai er svipað klúður, hann er fullur af frídögum, 1 mai, uppstigningadagur og svo hvítasunnan. Ég meina HALLÓ, er þetta eitthvað persónulegt á mig ? Þolliddaikke.

Fyrir utan það að tveir elstu synir mínir eiga afmæli í þessum mánuðum, Ok Guðni er alveg í lok nóv en þá er maður samt sem áður að detta í gírinn. Einar er 12 mai og það er alveg í miðjum klíðum. Svo kann maður ekki við að ljúga að þeim að afmælin þeirra séu á öðrum dögum og eins vill maður halda flottustu afmælin í götunni. Bjóða ÖLLUM bara svona til að deyfa samviskubitið fyrir að hafa vera pirruð og geðstirð meira eða minna allan mánuðinn.

Annars er allt í góðu og ég óska ykkur öllum saman til hamingju með nýju stjórnina. Myndin hérna efst er tekin eftir afmælið hans Einars Kára og eftir 1 rauðvín. Ægilega hamingjusamir foreldrar. Múhahahaha.

miðvikudagur, maí 16, 2007Þetta myndband er nú aðallega fyrir mömmu, en eins og margir vita þá erum við systurnar 4 og mamma hefur því aldrei haldið stráka afmæli. Þessi mynd er úr afmælinu hans Einars Kára og sýnir afmælið í hnotskurn, að berjast með risaboxhönskum er aðal í dag. Tek það fram að boxhanskarnir eru frá (lang)ömmu Tótu.


Þetta er hann Jón Gauti en hann er eins og bræður sínir afar hrifin af dýrum og litlum börnum. Í Lalandia (ó men ég á alltaf eftir að skrifa pistil um þann stað) var allt til als fyrir börn, þar á meðal afgirt svæði með geitum. Aðalsportið hjá Einari og stelpunum (svona 6-9 ára) var að fá að halda á kiðlingunum. Svei mér þá ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að EKG væri sonur hennar Hildar Eddu.

sunnudagur, maí 13, 2007


Afmælisbarnið Einar Kári 7 ára og Guðni að opna pakkana


Búið að opna alla pakka og á borðin má sjá afraksturinn. Línuskautar, playstation spil, gameboyspil, hlífar og risaboxhanskar. Hrein gleði.


Verið að hvíla sig fyrir komandi átök en von var á 6 fullorðnum og 8 börnum í veislu.


Hann á afmæli í dag og allt það.


7 ára strákur.


Minnsti afmælisgesturinn. Emma Karen í fanginu hjá Vigdísi.


Krakkar úti að leika.


Daginn eftir góðan dag.

mánudagur, maí 07, 2007

Gummi og bjórinn úr bjórvélinni. Saga sem hefst kl 7 að morgni til. Dásamlegt alveg hreint. Látum myndirnar tala sínu máli.
Gummi með bjórinn, kl 7:10 að morgni NB !
Ok, fyrsti sopinn

Velta bragðinu fyrir sér.þetta er bara svona ægilega fínt !mánudagur, apríl 30, 2007Hérna er Gummi með bjórvélina góðu, við erum voða spennt að smakka afraksturinn. Núna eru s.s til pitsaofn, brauðvél, ísvél, hrærivél, blender, ristavél og svo náttl dýrasta fáránlegasta græja heimilisins Georg Forman grillið.

Strákarnir eru komnir með sumarklippinguna. Ægilega sætir.
og að lokum ein hérna af litla dýrinu, sem er svo sætt og frekt. Hehe

mánudagur, apríl 23, 2007


Ég er aðeins glaðari en þegar ég skrifaði síðustu færslu. Ég var að tala við kennarann minn og það lítur út fyrir að þetta blessist allt með skólann. Sem er auðvitað dásamlegt upp á LÍN, Svín að gera. Gaman að því. Lífið gengur sinn vana gang hérna á Flinte, komin sól og gott veður.
En aðallega langar mig til að auglýsa eftir gleraugunum mínum sem ég týndi á Íslandi, hérna fyrir ofan er sem sagt mynd af mér með gersemin.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Þetta eru bræðurnir á leiðinni í lestinni til Kastrup Lífið að skána, komnir með ís.Komin til Óskar frænku sem kann á svona stráka Spagetti, nammi namm
Í pottinum hjá Ósk frænku og Hinrik

Amma Hildur og Jón Gauti
Einar Kári með bangsa kisu

Ninja og Einar Kári
Með Kristófer frænda íshokkistjörnu


Þetta blogg er alveg að deyja út, enda er ég algerlega búin að missa áhugan á því að segja fréttir af okkur hérna í Danmerku. Mig langar bara heim, heim, heim til Íslands. Ekki seinna en í gær.
En það verður að bíða fram í júlí, þar til þraukum við og látum okkur dreyma um kaldalandið góða. Nokkrar myndir frá íslandsferðinni, myndavélin okkar bilaði reyndar í miðri ferð, en við náðum þó að taka nokkrar myndir. Njótið.

föstudagur, mars 09, 2007

Posted by Picasa

Vikan er búin að vera veikindalaus, guði sé lof fyrir það. Hérna eru myndir sem voru teknar á sædýrasafni í Grenå sl sunnudag en þá var Guðninn orðinn nógu hress til að fara aðeins út.

Annars er leikur veðrið við okkur, ég fór út að hlaupa í gær í 10° hita og sól. Frekar ljúft. Góða helgi gott fólk.

föstudagur, mars 02, 2007

Guðninn minn er lasinn. Hann er búin að vera lasinn lengi en síðustu helgi fékk hann mjög háan hita og er búin að vera með hita síðan. Við misstum ss af stamkúrsinum sem átti að vera í vikunni. Það er bara þannig.

Annars er fátt að frétta, lítið um félagslíf í veikindunum og við látum okkur dagdreyma um húsið okkar og tilveru á Íslandi. Gaman að því.

föstudagur, febrúar 23, 2007


Við vorum alveg í ruglinu í gær. En við sváfum yfir okkur, vöknuðum ekki fyrr en 7:45 sem er náttl rugl. En það voru smurðir matpakkar og liðinu hrúgað út í bíl á milljón. Gummi festi bílinn og við ákváðum að labba með strákana í staðinn. VIð skiptumst á að halda á Jóni Gauta afþví að auðvitað var ekki hægt að keyra kerruna hans í öllum þessum snjó. Elsku karlinn volaði alla leiðina í vöggustofuna sem var lokuð vegna veðurs þegar við komum þangað. Þannig að dagurinn í gær var heimahuggudagur og það var fínt. En við fáum örugglega bjartsýnisverðlaun fyrir að halda það að danskt samfélag virki þegar það snjóar. Mjög stert merki um að að það er kominn tími til að við flytjum heim, við skiljum ekki og munum aldrei skilja þetta fólk.

En annars eru allir með hor niður á axlir og allt að gerast. Lovely.

mánudagur, febrúar 19, 2007Festelavn er mit navn, boller vil jeg have. Þetta hljómaði hérna um allt hverfi í gær. Við fjölskyldan vorum reyndar hálfslöpp eftir hósta, uppköst og veikindi síðustu viku. Sem betur fer var vetrarfrí og allt skrúfað niður þannig að það slapp. Þannig séð !

En á sunudaginn héldu vinir okkar og nágrannar upp á fastelavn með tilheyrandi tunnuslætti. Einar náði að vera festelavnskongur og slá tunnuna niður. Þetta er þriðja árið sem hann er kongurinn í hverfinu. Tíhí.

En núna eru þeir bræður allir mjög kvefaðir og sljóir, vonandi fer veðrið að hlýna og batna. Burrrr.