sunnudagur, september 21, 2003

Gudmundur Thorunn og Lina.

Guðmundur, Þórunn og Lína.
Við lágum upp í rúmi á föstudagskvöldið, ég og Einar Kári. VIð vorum að spjalla saman svona rétt fyrir svefnin. Það koma oft mjög skemmtilegar samræður. Hann er búin að vera á skeiði að kalla okkur Gumma og Tótu. Mjög fyndið, sérstaklega í sundi og svona. Ehem. En ég var að segja við hann að ég heiti Þórunn og pabbi heiti Guðmundur, hann horfði á mig og sagði;"já ég veit, ég heiti líka Lína ekki bara Einar" ég varð alveg kjaftstopp, ég meina halló !

Engin ummæli: