fimmtudagur, september 09, 2004

Skólinn
minn var með lokadag niðri á strönd og inni í skógi í dag. Einar Kári fékk að koma með mér þar sem við vorum að sýna verkin okkar. Það var rosalega gaman og það er sniðugt að sjá hvað það komu ótrúlega mismunandi hugmyndir. En Einar stóð sig eins og hetja, hjálpaði okkur að byggja og fékk að fara út á fleka. Rosa stuð. Það eru myndir af þessu á myndasíðunni okkar.

Við fórum á fund með talmeinafræðing í gær í Vuggestuen hans Guðna. Henni leist ágætlega á hann þannig séð. Honum hafði reyndar ekki gengið vel með málskilningin en það var nú kannski bara afþví að honum þoknaðist ekki að gera það sem honum var sagt að gera ;-) En ég fer í næstu viku og ætla vera með þegar hann tekur prófið. Þá segi ég orðin á íslensku og hún á dönsku. Þá verður kannski betur hægt að meta skilningin.

En annars erum við hress og kát. Over and out.

Engin ummæli: