Hátíð í bæ.
Enda frúin komin á fertugsaldurinn. Við buðum nágrönnum okkar í mat á föstudagskvöldið, en þau eiga 3 dætur á aldur við strákana. Það var æðislega gaman, það var boðið upp á íslenska fiskisúpu og lagtertu ala Gummi. Partýið byrjaði kl 17:30 og þau fóru um kl 23. Krakkarnir duttu reyndar út eitt af öðru en þau stóðu sig ótrúlega vel.
Laugardagurinn var prinsessudagur en afmælisbarnið fékk sérpanntaðan morgunmat og opnaði pakkana. Takk fyrir mig öll saman ! En forréttindi dagsins fólust í að vera uppi í rúmi að lesa og hanga í náttfötunum allan daginn. Ekki leiðinlegt það.
Í dag komu svo íslenskuvinir okkar sem ætla að vera hérna um jólin í hádegismat. Það var fiskisúpa........aftur ! Lagkaka og det hele. Það var heldur ekkert leiðinlegt, fullt af pökkum og svona.
Annars eru myndir komnar á myndasíðuna okkar, þannig að..........
sunnudagur, desember 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli