mánudagur, júlí 05, 2004

Nenni ekki að vera hjón !
sagði Einar á laugardaginn en þá fórum við í brúðkaupið sem gestirnir okkar voru í. Við ákváðum að stelast og fá að vera með bara svona til að fá smá fíling ! En það var ofboðslega falleg athöfn sem haldin var í lítilli kikju hérna í Århus. Ég leyfði Einari Kára að koma með mér, hélt kannski að hann hefði eitthvað gaman að þessu. En sennilega er þetta frekar eitthvað stelpuatriði ! En þegar tölvuvert var liðið á athöfnina þá sagði Einar Kári við mig frekar hátt ;"mamma ég nenni ekki að vera hjón, komum" mér fannst þetta náttl svo brjálæðislega fyndið að ég varð að laumast út með drenginn og biðum við þar eftir fólkinu.

Engin ummæli: