miðvikudagur, júlí 28, 2004

Fyndir bræður
hérna á Flintebakken.  Þeir eru svo ólíkir að það er engu lagi líkt. 
Einar er svona traust og örugg týpa sem alveg er hægt að treysta, hann fer ekki út fyrir hverfið og alls ekki þangað sem búið er að banna honum að fara.  Hann er lengi að kynnast krökkum og fer varlega yfir.
Guðni hinsvegar er þvílíka frekjan, reyndar lítur hann rosalega upp til stóra bróðurs sem er duglegur að leggja honum lífsreglurnar, en yfirleitt er hann algert SKASS.  En hann er sjarmerandi skass, það er sko alveg á hreinu.  Hann er búin að kynnast öllu hverfinu og er búin að koma sér í mjúkin hjá flestum og fer og sníkir sér nammi. -Á meðan stóri bróðir horfir á bakvið hann-  En þeir eru krútt, mestu krútt sem ég veit um.  Það er nú bara þannig !

En annars er það að frétta að Þóra bekkjasystir mín úr Kennó er að flytja hingað og hún fékk að sofa hérna í nótt með börnunum sínum 2.  Hún á strák sem heitir Hjalti en hann er 3ja ára og stelpu sem heitir Arna en hún er 1 1/2 árs.  Við Einar Kári "pössuðum" Hjalta í dag, fórum með hann á róló og svona.  Einar var ekkert smá ánægður með þetta.  Svo á morgun ætla ég að leyfa Guðna að fara snemma heim úr leikskólanum til að "passa" Hjalta.  Ægilega fínt.

En mig langar að óska stöllum mínum hérna í Århús til hamingju með að hafa komist inn í Háskólann hérna.  Þið rokkið stelpur !!!!! Girl power.

Engin ummæli: