Allir að græða
þessa dagana, en þó aðallega við hérna á Flintebakken. Við erum nefnilega með ömmu og afa í heimsókn og það er nú engin smá gróði skal ég segja ykkur. Strákunum finnst æðislega gaman að hafa ömmu og afa í heimsókn og okkur líka. Þau eru búin að leigja sér bíl og eru búin að rúnta sér til skemmtunar. Gaman að því. Svo fórum við í allsherjar innkaupaleiðangur þar sem þau splæstu á okkur útileigugræjum, þvílíkt flottum. Vá við erum alveg í skýjunum !
En annars er lítið að frétta, það er bara alltaf sól og sumar og við erum alltaf ægilega ánægð með þetta allt saman.
þriðjudagur, júní 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli