mánudagur, september 06, 2004

Köben var lovely
það var rosalega gaman að hitta mömmu og pabba. Við fengum við vorum á hóteli við sömu götu og þau. En hótelið þeirra var svona eitthvað ægilega huggulegt ódýrt hótel á meðan við vorum á viðbjóðslegasta hóteli sem ég hef á ævinni séð. Viðbjóður. Vond lykt, skítug teppi og hommateknó staður í portinu sem var með blastaða tónlist til kl 3 um nóttina. Jáhá, gaman að þessu. En við létum þetta samt sem áður ekkert trufla okkur, enda dagfarsprútt fólk.
Það var margt brallað, farið í tívolí, drukknir nokkrir öl og röllt um götur. Ægilega huggulegt. Svo keyrðum við heim á sunnudeginum ánægð með þetta allt saman !


Engin ummæli: