miðvikudagur, maí 19, 2004

Komin heim í heiðardalinn
og er því ægilega fegin ! Þetta er búið að vera frábært, skemmtilegt, meiriháttar og puð. En ég gisti hjá hjónunum -sem eru sko ný orðin hjón- Gumma og Hafdísi. Það var meiriháttar.- Óli Boggi nebbl sveik mig og byrjaði með stelpu, nennti ekki að hafa mig á stofugólfinu á meðan hann er í lovinu ! Skrítið !-

Brúðkaupið var æði ! Er enn með gæsahúð og læti. Mæli með Waterloo þegar gengið er úr kirkjunni, það er svo góður undirbúningur fyrir gott partý ! Partýið var sjúklega skemmtilegt ! Gaman gaman.

Fór í fullt af heimsóknum, sakna allra mikið en samt sem áður saknaði ég karlanna minna hérna heima alveg mest ! Ég ætla aldrei að fara svona aftur án þeirra.

En við Amma komum í gærkvöldi eftir 12 klst ferðalag, alveg búnar á því !

Heima er best.

Engin ummæli: