þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Tómlegt í kofanum

án pabbans á heimilinu. Einar Kári saknar pabba síns voðalega mikið -að eigin sögn- og suðar um að fá hann til baka, fljótt. Við Guðni erum hinsvegar ekki jafn ílla haldin af söknuði, kannski er það afþví að þegar Gummi er ekki heima þá getum við borðað rúgbrauð með makríl og majó án þess að það sé fitjað upp á nefið ! Okkur Guðna finnst makríll herramannsmatur en erum það smekkleg að hlífa sumum við ilminn af þessum herramannsmat.


Engin ummæli: