föstudagur, nóvember 19, 2004

Einar Kári

er svo sniðugur. Síðustu helgi á laugardeginum þegar mamma og pabbi voru í heimsókn spurði ég hann hvað við ættum að gera með ömmu og afa á sunndeginum. Hann var nú alveg með það á hreinu ; förum á morgun með þeim í flugvélina og fljúgum til Íslands með þeim. Það er svo gaman á íslandi, þar get ég klappað kisunni minn, leikið við stelpurnar mínar og keyrt jeppann minn. Ekki leiðinlegt það !

En annars er allt fínt að frétta, það er orðið kalt hérna, burr. Gummi er að fara á jólahlaðborð í kvöld en ég og strákarnir höldum partý. Krakkapartý með nammi og teiknimyndum. Vei vei !

Engin ummæli: