Strandferðin
sem Einar Kári fór í á föstudaginn með fjölskyldunni hans Andreasar var svona ægilega vel lukkuð. Þau fór í strætó með 4 börn, Andreas, Einar og svo 2ja ára tvíbura sem þau eiga. Hörku fólk á ferð. Sé okkur hjónin í anda nenna þessu, öhöm. En ægilega var Einar lukkulegur með þetta og hann talar mikið um Andreas og fjölskyldu.
Það er síðasti dagur í haustfríi í dag og ég er mjög ánægð með afköst vikunar en það sem stendur upp úr er sýningin hans Ólafs Elíasar á Aros listasafninu hérna í Århús. Við Heiðbrá vorum sammála um að hann skapar ýmis atriði í íslenskri nátturu á alveg sérstakan hátt. Stórkostleg upplifun. En ég náði líka að mála eldhúsið og skrifa 1 ritgerð þannig að ég er sátt. Eldhúsið er orðið æði ! Núna vantar bara nýja eldavél, ég blikka kannski bóndann ef ég fæ einhvern aukapening. *blikkblikk*
Ég er búin að ákveða um hvað ég ætla að skrifa lokaritgerðina mína, en mér tekst ekki að fá neinn til að leiðbeina mér. Núna verð ég reyndar bara að fara út fyrir Kennó til að fá leiðbeinanda, kennararnir sem ég er búin að tala við eru allir í rannsóknarleyfi eða komnir með of marga nú þegar !!! Övböv eins og danir segja !
Guðni og Gummi eru hressir, Guðni er farinn að tala aðeins meira og fyrsta 2ja orða setningin hans var "pabbi prumpa" en það finnst honum óendanlega fyndið !!!! Gumma finnst það reyndar líka fyndið þannig að þeir feðgar geta skemmt sér við að prumpa í kór. Gaman að því.
sunnudagur, október 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli