mánudagur, júní 14, 2004

Gestirnir farnir !
þau fóru í gær og það er ekki laust við að það sé hálftómlegt í kofanum ! En svona er nú lífið. Við kíktum til Hadsten og sátum þar í sól og steikjandi hita, sleiktum ís, drukkum kaffi og höfðum það huggó. Einar Baldvin hafði frá mörgu að segja en hann var að koma frá Íslandi þar sem hann var með fyrirlestur sem sló í gegn. Alltaf gaman að heyra slúður að heiman ;-)

Núna erum við Einar Kári heima að þrífa og taka til. Það þarf víst líka að gera það. Enda haugdrullugt allt hérna, ojbjakk. Ég leyfði Einari að vera heima í dag afþví að hann er ekkert allt of sáttur í leikskólanum og ég er að hugsa um að leyfa honum að vera heima með mér 1-2 daga í viku þangað til að honum líður betur. Hann er ekki búin að fatta að tala dönsku og því hefur hann ekki tengst neinum krökkum ennþá. Hann talar mikið um að hann vill ekki fara í leikskólann og svona. Því erum við búin að ákveða að gefa honum bara aðeins lengri tíma. Það er nú bara þannig. Elsku karlinn, en við erum búin að sækja um nýjan leikskóla sem er hérna rétthjá, þar eru krakkarnir sem búa hérna í raðhúsunum í kringum okkur og ég held að það verði styrkur fyrir hann að hafa einhvern sem hann þekkir. En þangað til......... anda rólega og muna að góðir hlutir gerast hægt !

Engin ummæli: