föstudagur, ágúst 06, 2004

Sumar sól og strönd
er líklega það eina sem er að frétta héðan. Ansi huggulegt það. Það er búið að vera 28°hiti og sól alla daga. Loksins kom sumarið. Ströndin "okkar" er í 15 mín hjólafjarlægð og við höfum óspart nýtt okkur það. Erum búin að vera hitta vini okkar á ströndinni til að grilla kjöt og grilla okkur. Frekar huggó. Strákunum finnst þetta líka algerlega toppurinn að fara og striplast, hlaupa í vatnið og svona.
Annars eru nokkrar strendur hérna og þær eru mjög misjafnar, ströndin "okkar" er samt eiginilega svolítil unglingaströnd, allir eru einhvernvegin í vitlausum hlutföllum -lesis of mjóir- tala rosalega mikið í gsm og eru greinilega að reyna að hözzla. Þar eru engin börn, bara unglingar. -Unglingar eru líka fólk- En á hinum ströndunum er meira svona fólk sem er í réttum hlutföllum -eins og ég- þar er líka fullt af börnum. Mér líst eiginlega betur á þær, en er hinsvegar of löt til að keyra eitthvað lengra. Þannig að ég læt mig hafa það að vera eins og fíll í postulínsbúð. Það er nefnilega það !

Annars er planið um helgina að gera eitthvað skemmtilegt, við erum að fara í matarboð í kvöld og við getum vonandi platað Gumma til að koma í útilegu með okkur á morgun. En hann er búin að lofa sér í eitthvað "fælles" dæmi hérna út á róló. Helv*** danirnir og fælles þetta og hitt. Óþolandi, nei djók, það er verið að byggja róló og allir verða að hjálpast að !!!!

Engin ummæli: