Upplifun Gumma
Var í gær að leika með strákunum hérna fyrir utan í 16 stiga hita og sól. Þetta var í fyrsta skipti sem að maður upplifði stemninguna í hverfinu, en við búum efst í U-laga botnlanga þar sem er engin umferð. Allt í einu fylltist allt af krökkum að leika sér í tennis, skilmast, eltingaleik osfrv. Einar og Guðni léku sér með 6 og 7 ára strákum í skilmingaleik. Einn hluti leiksins var að hleypa ekki Einari og Guðni inn í einn garðinn hjá grannanum við hliðina á okkur, sem gerði garðinn náttúrulega enn meira spennandi. Síðan skildu strákarnir ekkert í því að Guðni skyldi bara mumbla (dadada a ha a ha) og að Einar skyldi tala eitthvert óskyljanlegt mál. Ég útskýrði fyrir þeim að við værum frá Íslandi, sem þeim fannst að ég held nokkuð cool. Þeir spurðu mig (Gumma) síðan um aldur Guðna eða eiginlega hvort að hann væri "baby". Ég sagði að hann væri baby og þá leit þetta allt öðruvísi út. Guðni fékk greiðann aðgang inn í garðinn sem þeir voru að "verja" og Einar Kári fékk takmarkaðann aðgang. Eftir þetta mátti Guðni gera allt. Maður er annars farinn að geta bablað barna dönsku sem er nátturulega fyrsta skrefið í þessum tungumála fasa. Grannarnir eru alveg frábærir og maður upplyfir þetta eins og eina stóra fjölskyldu. Mjög sáttur við þetta.
laugardagur, apríl 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli