Gaman saman í sumar.
Eða það vona ég að minnsta kosti. Það er kominn mikill sumarhugur í okkur Gumma og við keyptum okkur tjald í gær. Reyndar bara á netinu en engu að síður er 4 manna tjald og eldunarsett á leiðinni hingað í pósti. Gaman gaman. Svo er ég búin að vera að browsa um netið og ég fann frábæra heimasíðu þar sem öll tjaldstæði eru og þau eru ekkert slor. Mig langar svo að fara um suður Jótland sérstaklega á eyju sem heitir Römo. Um hvað ég hlakka til.
Sumardagurinn fyrsti var víst á fimmtudaginn, hann hefði gjörsamlega farið framhjá okkur nema afþví að við fengum sumargjafir og kort. Æðislega gaman ! Takk fyrir okkur.
Annars er lítið að frétta ég er bara að reyna að drusla mér í gegnum siðfræðina gengur hægt en gengur þó ! Gummi er að fara á morgun að vinna með fólkinu hérna í kring. Málið er að þetta svæði hérna í kring er í okkar eigu og við borgum visst mikið í sameiginlegan sjóð til þess að láta sjá um að það sé slegið grasið og tréin klippt. En semsagt 1x á ári er svona fællesmöde -mjög vinsælt hjá dönum allt þetta fællesdót- þar sem allir hittast og ditta að umhvefinu. Dagurinn byrjar ægilega huggulega með kaffi og vínarbrauðum. Ef ég þekki dani rétt þá verður örugglega vinnudeginum lokið með bjór ! En ekki hvað ;-)
föstudagur, apríl 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli