þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Soðin fiskur og kartöflur
er uppáhaldsmatur þeirra bræðra og væri á borðum öll kvöld og alla daga ef þeir mættu ráða. Reyndar eru þeir orðnir mikið betri að borða heldur en þeir voru áður og við erum næstum því hætt að elda tvöfalt á hverju kvöldi. En það er anssssssi þreytandi til lengdar.

Einari fer rosalega mikið fram í dönskunni þessa dagana og það er starfsmaður sem er búin að vera í fríi s.l 2 vikur og hann heyrði mjög mikin mun á honum. Víhí við urðum svo glöð ;-) En hann er líka mun glaðari og er hættur að koma heim með sögur um að hin börnin séu að elta hann. Þannig að vonandi er allt í rétta átt.

Annars sit ég á lessal alla daga, er að þræla mér í gegnum 2000 bls lesefni um mál og málörvun þannig að...... ég ákvað að lesa allt lesefnið, ekki stytta mér leið og lesa bara glósurnar. -sem ég hef hingað til gert- En ég hlýt að finna eitthvað um 3ja ára eðlilega greind börn sem eru ekki farin að tala. Það er nú samt ekki mikið af þeim......... öll sem ég hef lesið um og eru 3ja ekki farin að tala eru;

A) Einhverf - það er sko sonur minn ekki ! Það er ég viss um-
B) Greindarskert. -Hva veit mar !
C) Eiga foreldra sem tala ekkert við þau afþví að þau eru fyllibyttur og aumingjar. -Ok róleg mar í ásökununum.
D) Heyra ílla. -Öm ég er búin að láta fullt af sérfræðingum skoða barnið og hann heyrir vel, og skilur allt sem honum þoknast að skilja.
E) Mikið um talgalla í fjölskyldum. -Gæti skeð, gæti verið..........

Hvað haldið þið ? Annars er ótrúlegasta fólk sem hefur ekki byrjað að tala fyrr en eftir 3ja ára aldur. Er meira að segja alltaf að heyra nýjar sögur. Ég er orðin nett pirruð á öllu þessu öööööö, det, det og sífelldar bendingar og meiningar. Sonur minn fattar nefnilega ekki að börn hafa ekki rétt á að hafa skoðanir fyrr en þau byrja að tala. Og hana nú !

En ég er núna að bíða eftir Gumma greyinu sem er að hlaupa boðhlaup með vinnunni. Aumingja hann ;-/ Elsku karlinn, ætli hann getið gengið á morgun eftir þessa 5km. Sjáum til........og ofan á allt saman þarf hann að taka strætó heim. Það hefði ég nú aldrei látið bjóða mér upp á, neitakk ojbjakk...

Engin ummæli: