þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Komin heim í heiðardalin
eftir frábæra helgi í köben. Vúhú hvað það var sniðugt að skipta svona um íbúð, strákunum fannst æði að sjá allt þetta nýja dót. Við fengum líka hjól og við hjóluðum út um allt, alveg meiriháttar. En það er líka voðalega gott að koma heim.............

Skólinn er byrjaður hjá mér, ég fór í fyrsta sinn í dag og mér líst bara vel á þetta. Þetta er stór kúrs sem endar á verkefni. Þemaðið í kúrsinum er ströndin og skógurinn. Frekar sniðugt. En við erum að fara í skóginn á morgun og verðum allann daginn. Spennó.

Einar Kári er alltaf að verða duglegri og duglegri í dönskunni. Í gær í bátnum á leiðinni til Århús var hann að tala við einhverja konu og þá heyrðum við hann segja; det er bil, siger min far ! Pabbi minn segir að þetta sé bilað ! Duglegur, þetta er allt að koma.

Engin ummæli: