þriðjudagur, október 05, 2004

Brjálað að gera

um helgina í félagslífinu. Og ekker smá gaman !

Andreas vinur hans Einar kom með honum heim á föstudaginn. Þeir léku sér eins og englar frá kl 2 til 6. Það var fyndið að heyra hvað Einar er orðin góður í dönskunni. Það tekur greinilega 6 mán fyrir börn að ná góðum tökum á leikmáli. Ég man nú reyndar ekki hvað ég hef lesið það oft, en einhvern vegin er maður svo óþolinmóður þegar um eigin börn er að ræða ! Skrítið !

Á laugardaginn fórum við að hitta strákagengið hjá Möggu og Óla, það var svaka stuð. Þeir klæddu sig í búninga og vorum með atriði. Nú get ég ekki beðið eftir að komast í Disney í London og kaupa flotta búninga handa þeim. Vá hvað þeim fannst þetta ÆÐI !

Sunnudagurinn fór í að laga bílinn, Árni bifvélavirkji læknaði bílinn en ég hafði aðeins breytt honum að framan í sumar. Við breytinguna -sem fólst í því að keyra á bíl með krók- brotnuðu ljósin og Árni var svo sætur að setja ný ljós í fyrir okkur. Svo fær hann eðlisfræðikennslu í staðinn. Ekki slæm býtti það ! Það var svaka stuð hjá strákunum að leika við Hjalta og Örnu Rún, ég held að herbergið þeirra hafi svo gott sem verið komið í öreindir !

Það eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna sem við tókum þegar við skruppum í bambagarðinn. Bambarnir eru svo góðir að þeir leyfa manni að klappa sér, það er alger hápunktur í svona ferðum.

Engin ummæli: