fimmtudagur, september 23, 2004

Tómatsósa í öll mál

væru lög á þessu heimili ef Einar Kári mætti ráða. En hann ræður ekki miklu barnið þó að hann geti ekki hugsað sér neinn mat án tómatsósu. Hrikalega ólekkert eitthvað. Ég sé Einar stundum fyrir mér í framtíðinni með tómatsósu með ; jólamatnum, í eftirrétt eða á kökur. Jakk ! Enda er tómatsósa eitthvað því ógeðslegasta sem ég get hugsað mér með mat, nema þá helst pulsum ;-) þar er hún ómissandi. Guðni er ekki alveg jafn hrifinn af sósunni, þó að hann vilji nú gera ALLT eins og bróðir sinn, og þá meina ég ALLT. Hann hermir allt eftir honum, og ósiðirnir virðast magnast við hvert barn. Hvar endar þetta.............

Gummi er farinn til Köben enn og aftur. Stundum væri örugglega auðveldara ef við byggjum í köben, en við búum í Århús þannig að það þýðir lítið að hugsa um það.

Ég er á milljón í skólanum. Þetta verkefni með víkingana er alveg svakalega stórt og mikið. Samt fáum við ekki einkun, fáum bara staðið eða fallið. En ég held samt að verkefnið okkar sé pottþétt 10+. Ekkert minna en það :-) Annars eru nokkrar myndir af því sem við erum búin að vera að gera á myndasíðunni.

Það er ekkert að frétta að talþjálfunni hans Guðna, hún var veik síðast þegar fundurinn átti að vera og ég hef ekki heyrt í konunni ennþá þannig að hann er ekki farinn að tala enn. Og er ennþá með bleju en hann er komin með hár, þannig að þetta þokast nú eitthvað í rétta átt !

Góða helgi allir saman og takk fyrir að vera svona sæt að kommenta ;-) Þið eruð algjörar dúllur !

Engin ummæli: