miðvikudagur, júní 09, 2004

Æðsti draumur hans Einars
fyrir utan þennan sem hann á um að safna peningum fyrir hjóli handa Guðna, er að fá að sækja Guðna í leikskólann. Alltaf þegar Guðni er eitthvað súr og ílla upplagður á morgnana þá segir Einar við mig; veistu mamma ef þú myndir lofa mér að sækja hann í dag þá verður hann svo glaður. Það væri nú ljúft ef þetta væri raunhæft, við gætum smurt samlokur handa þeim og skellt okkur til Köben. Það væri nú ljúft. En ég held að við þurfum að bíða aðeins með það, Einar er jú ekki nema 4ra ára !

Engin ummæli: