fimmtudagur, júní 03, 2004

Fýla
inni í eldhúsinu er að drepa mig. Ég finn ekki hvaðan hún kemur. Ég segi ekki að ég hafi verið sveitt að leita að sökudolgnum, ég er frekar búin að sitja sveitt úti í sólinni að steikja mig. Hvað á ég að gera ;

A. Láta eins og ég viti ekki af þessu og halda áfram í sólbaði -er að lesa frábæra bók og hef það huggó.

B. Drulla mér inn að þrífa og taka til.

C. Reyna finna upptök fýlunar og fara síðan í sólbað.

D. Kaupa mér þrifkonu og liggja í sólbaði á meðan hún þrífur.

E. Bíða eftir að Gummi finni lyktina líka og geri eitthvað í henni ? *yeah right*

F. Ekkert af því sem talið er upp hér að framan. Ef þessi möguleiki er valinn, vinsamlegast komið með uppástungur.

Er að drepast, tengdó er að koma í heimsókn og ég verð að drullast til að gera eitthvað í þessu, það er varla líft hérna inni.

Engin ummæli: