mánudagur, júlí 26, 2004

Bergdís og Birta eru farnar
eftir eftirminnilega daga og það var æðislega gaman að hafa þær.  Við vorum bara í sama pakkanum og allir hinir gestirnir sem eru með börn, en það er róló og aftur róló.  Þær mæðgur eru samt ævintýramæðgur. 
Í fyrsta lagi var Halli maðurinn hennar Bergdísar að selja veiðistöng á ebay, sem er nú ekki í frásögufærandi nema að gaurinn sem keypti veiðistöngina býr í 10 mín fjarlægð frá okkur !!!! Furðuleg tilviljun, en þetta var heimsent í bókstaflegri merkingu.  Svo voru þær mægður næstum því búnar að missa af fluginu hingað til Danmerkur og svo aftur heim til Íslands....Hvað er það ! Bergdís er nefnilega flugfreyja og ætti að vita hvernig þetta gengur fyrir sig.  En svona er þetta, mar getur ekki verið fullkominn.

En annars höfum við það bara gott, bíðum eftir næstu gestum.  En Jan og Dilek þýskuvinir okkar sem við misstum af brúðkaupinu hjá -fórum í staðin til London- eru að koma um helgina og ef ég þekki þau rétt þá verður ekkert slakað á í drykkjunni ! Humm.  Say no more........

Engin ummæli: