föstudagur, maí 28, 2004

Slys
varð í gær á fótboltaæfingunni hjá Gumma í gær. Hann kom heim alveg í rusli, í bókstaflegri merkingu ! Hann datt í upphitun og skaddaðist eitthvað á rifbeinunum *döh* Hann var allavegana alveg að drepast. Greyið !

Amma sat í gær með strákunum og þeir voru að borða koldskål sem er svona súrmjólk með sítrónubragði sem maður setur kökur út í. Hana langaði til að smakka hjá Guðna smá, eina teskeið. Hann hélt nú ekki, en Einar -þessi öðlingur- var ekki lengi að segja amma þú mátt alveg fá hjá mér ! Krúttið !

Kærar þakkir fyrir allar afmælisgjafirnar sem komu frá Íslandi þær hafa vakið mikla lukku. Dótið frá Sigga og Hafdísi er alveg að slá í gegn og fötin frá Ósk og co koma sterk inn í sumar í góða veðrinu. Takk fyrir drenginn ;-)

Engin ummæli: