sunnudagur, nóvember 28, 2004

Afmælisveisludagurinn

búinn, það er búið að vera stanslaust stuð alla helgina. Rosalega gaman.
Í dag var veisla frá kl 11 og það var rosalega gaman. Síðustu gestirnir fóru um 6 leytið um kvöldið. Æðislega gaman.

Takk fyrir drengina, við erum alveg agndofa yfir öllum fallegu gjöfunum sem þeir fengu. Nú eiga þeir sko alveg ROSALEGA mikið dót. Takk takk. Það eru komnar myndir á myndasíðuna okkar

Það var svolítið fyndið á föstudaginn þegar við vorum að sækja Gumma niður á lestarstöð þá var Einar svo mikið að tala um að hann saknaði pabba síns. Ég var aðeins orðin þreytt á að hlusta á hann og sagði ; "já en veistu Einar ég sakna pabba líka, hann er maðurinn minn".
Einar hugsaði sig um og sagði "já en hann er líka maðurinn minn"
Ég; "nei hann er pabbi þinn en maðurinn minn."
Einar; "mamma það er ekki rétt, við eigum hann öll saman, þú segir það alltaf sjálf"
Kolféll á eigin rökum. Ég verð að sætta mig við það, við eigum hann ÖLL saman !

Engin ummæli: