sunnudagur, maí 09, 2004

Það er allt að verða vitlaust
hérna í danaveldi. Krónprinsinn er nefnilega að fara að gifta sig. Tilboðsbæklingarnir komu í hús í gær og okkur hjónunum finnst ægilega huggulegt að sitja og fletta í þeim á meðan við borðum hádegismat. Við situm yfirleitt og ræðum matseðil vikunar og dásömum hvað allt er ódýrt hérna í DK. En í þessari viku kveður við annan tón í bæklingunum, það er allt í brúðkaups þetta og Mary+Friðrik hitt. Það er hægt að kaupa nautasteikur sem eru með útskornu hjarta í miðjunni og þar er búið að setja svínakjöt. Lekkert ! Svo er hægt að kaupa, fingramat, kökur, kerti og sælgæti til þess að hafa í partýunum sem verða á föstudaginn þegar brúðkaupið verður. Það er búið að hengja upp tilkynningu í leikskólanum að starfsfólkið vilji gjarnan fá frí til þess að sjá brúðkaupið, hvort að foreldrar gætu verið svo vinsamlegir að gefa börnunum sínum frí, annars verða bara afleysingastarfsfólk sem passar -vúhú, þvílík hótun-. Svo er það sjónvarpið, allar stöðvar eru með þætti sem snúast um brúðkaupið á einn eða annan hátt, beinar útsendingar frá viðburðum sem krónprinsparið tekur þátt í og umfjallanir um þau. Í gær voru 3 stöðvar að sýna eitthvað þessu tengt á sama tíma. Allar opinberarstofnanir gefa frí eftir hádegi á föstudaginn og gefin hafa verið út tilmæli til einkafyrirtækjanna að þau geri hið sama ! Pælið hvað þetta kostar þjóðfélagið !
En ég verð á íslandi, strákarnir í leikskólanum með afleysingarfólkinu, Gummi í vinnunni, íslendingarnir í partýum að horfa og það er bara fínt. Ég verð nú alveg að viðurkenna að ég væri alveg til í að sjá alla flottu kjólana sem konurnar eru í . En athöfnina sjálfa nenni ég alls ekki að sjá. En ég held nú samt að ég þurfi að hafa litlar áhyggjur af því, ég á örugglega ekki eftir að hafa tíma á íslandi, ég verð í klippingu hjá Óla Bogga og hana nú. Á eftir að hafa áhyggjur af allt öðru brúðkaupi, nefnilega brúðkaupi ársins í mínu lífi. Hafdís og Gummi fá sko ekki að stengja hvert öðru heit án þess að ég sé á staðnum !

Engin ummæli: