föstudagur, ágúst 20, 2004

Politiken
er eðalblað. Ég er áskrifandi og það kemur á föstud, laugd og sunnud. Ægilega huggulegt, svo endist það mér út alla vikuna þessi 3 blöð.
En allavegana sat ég í dag og var að fletta í gegnum blaðið, sé ég ekki mynd af manni sem er SVO líkur Frikka Weiss. Hva ! ekki það að ég væri neitt svo hrikalega hissa, hérna eru aðalhittin í auglýsingum íslenskir leikarar og svona. Anyways þá athuga ég aðeins nánar greinina og hvað haldiði þetta var Frikki Weiss, noh noh noh. Haldið að hann sé ekki bara að opna kaffihús þar sem maður getur keypt sér að borðað, gluggað í gamlar bækur og þvegið ÞVOTT þetta er sko konsept sem ég fíla. Þegar við bjuggum í köben hérna um árið eyddi ég ansi miklum tíma í svona MÖNT vaskeríer og ég get nú alveg fullyrt það að það er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir ! En að fara, skella í eina vél, fá sér latte og kíkja í góða bók. Ekki slæmt það ! En er greinilega ekki jafn hryllilega vitlaus og ég hélt. Ég vissi að hann væri smart og krútt en ekki klár ! Sko kallinn, flott hjá honum !

Engin ummæli: