Síðustu gestir sumarsins
eru að fara og það er óhætt að segja að það er búið að vera feikna fjör. Dilek vinkona hans Gumma er mögnuð manneskja, hún kom 19 ára frá Tyrklandi til Þýskalands til að læra stærðfræði. Hún er semsagt búin að vera 18 ár í þýskalandi komin með masterspróf í stærðfræði, vinnur við telecominternet eitthvað sem ég skil ekki, er gift honum Jan sem er ph.d í stjarneðlisfræði og snilldar maður-kokkur-pabbi, býr í Frankfurt og er bara lukkuleg með þetta allt saman. En Dilek hefur þurft að hafa rosalega fyrir öllu, hún hefur sjálf fjármagnað námið, unnið eins og berserkur á börum og öðrum skítabúllum. Hrikalega dugleg og sterk kona. Það er áhugavert að kynnast fólki sem hefur svona mikið lifað og reynt.
En þau hjónin eru semsagt að fara í dag, eftir mikila hátíð í gær því að Dilek átti afmæli og Jan eldaði 3ja rétta máltíð sem sló Ala Tóta alveg út úr keppninni. Ansans........... En þau eru síðustu gestir sumarsins og núna er bara gymmið, ströndin og undirbúningur fyrir sumarpróf. Jey ! Það er svo gaman að þurfa að lesa fyrir próf í 25° hita. Jibbý
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli