laugardagur, júlí 31, 2004

Ja bitte takk for det
er eitthvað svona týpiskt núna þessa dagana. Það eru 5 tungumál í gangi á heimilinu núna. Íslenska, þýska, danska, tyrkneska og enska. Jan, Dilek og Jonah eru heimsókn frá Frankfurt. Hrikalega gaman. Það er líka gaman að finna að þýskan er þarna einhverstaðar og eftir að hafa verið með þeim í 2 daga var ég farin að tala þýsku út í búð. Sem er nú kannski ekkert svo sniðugt ! En veðrið er búið að leika við okkur og þetta er allt eins og best verður á kosið. Góður matur, margir brandarar og fullt af rauðvíni. Hvað er hægt að biðja um meira.

Gleðilega verslunarmannahelgi allir saman og ekki gera neitt heimskulegt.

Engin ummæli: