föstudagur, apríl 30, 2004

Stöðumælavörður
Reyndi að sekta mig fyrir 2 dögum. Málið var að ég þurfti aðeins að skreppa í mollið að kaupa svolítið -týpískt svona í prófum- og ég tími aldrei að borga í bílastæðahúsið. Þannig að ég legg yfirleitt í stæði sem ekki þarf að borga fyrir. Hélt ég ! En ég er allavegana að ganga út og sé 3 menn standa við bílinn minn og hleyp að bílnum og spyr mjög ljóskulega ;"ertu að sekta bílinn minn ?" Þeir sögðu við mig að bílnum væri ólöglega lagt og ég fengi 600 dkr sekt fyrir það. Ég ennþá alveg ljóshærð útskýrði fyrir þeim að ég væri frá Íslandi og þar mætti maður bara leggja hvar sem er ! Ég kynni bara ekki á svona kerfi þar sem mætti bara leggja sumstaðar en ekki annarsstaðar, ég gæti engan vegin áttað mig á því ! Þeir sáu aumur á mér og slepptu mér án þess að fá sekt. Með því skilyrði að ég myndi aldrei gera þetta aftur ! Múhahahahah !

En annars er allt fínt að frétta héðan, við erum að fara á djamm með vinnunni hans Gumma í kvöld og Einar Baldvin og Heiðbrá ætla að passa ! En ég ætti auðvitað að vera heima að læra, en ég NENNI því ekki ! hoho

Engin ummæli: