mánudagur, nóvember 08, 2004

London er ÆÐI

Við hjónin höfðum það svo huggulegt. Það var slakað á, sofið, farið út að borða -oft á dag !- , verslað og það allt án barna. Jáhá það gerist nú ekki oft. En við nutum þess í tætlur að fá að vera bara 2 að hanga. Ummmmm.

Mamma Mía söngleikurinn er algert æði, sérstaklega fyrir Abbaaðdáendur. En Abba hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum. Þegar Gummi var yngri þá hélt hann að lagið; give me a man after midnigth væri Gummi Gummi the man of the midnigth hann var auðvitað ægilega ánægður með þessa hljómsveit sem söng svona fínt lag um hann. Fyrir stuttu fattaði hann hvernig alvöru textinn er, en þrátt fyrir það hélt hann áfram að halda upp á þetta fína band.

Annars viljum við þakka Þóru og Árna fyrir að hafa haft Guðna og Einari B og Heiðbrá fyrir að hafa haft Einar Kára. Karen og Grétar lögðu líka sitt að mörkum og viljum við einnig þakka þeim mikið fyrir ;-)

Engin ummæli: