laugardagur, ágúst 28, 2004

Köben rokkar
Erum enn og aftur á gömlum heimaslóðum hérna úti á Amager. Ægilega fínt. Við mæðginin vorum að hangast saman í gær á meðan Gummi var í sommerfest. Ægilega gaman. Við fórum út í Amagersenter -sælla minninga- og versluðum þar alveg slatta. Hver segir að það sé ekki hægt að eyða peningum með börn í eftirdragi. Við kíktum svo til Gunna og Þórörnu í mat. Sko ég og strákarnir, Gummi var enn að reyna að skemmta sér á sommerfestinni, en það gekk eitthvað ílla þannig að hann ákvað að koma og hitta okkur í lestinni á leiðinni niður í bæ.

Í dag er sól og blíða og ég var að hugsa um að hljóla með strákana út á róló. Það er svo gaman. Svo væri tívolíið eitthvað sem kemur sterkt inn. Sjáum til. En allavegana er brill að skipta svona um íbúð. Það er ekkert fyrir drengjunum haft, þeir eru svo ægilega ánægðir með allt dótið að það heyrst ekki í þeim. OK kannski svolítið ýkt að það heyrist ekkert í þeim, en það heyrist minna en venjulega ;-)

Það eru komnar myndir úr ferðinni á myndasíðuna okkar. Við ætlum að reyna að vera duglega að uppfæra.

Góða helgi.

Engin ummæli: