mánudagur, apríl 19, 2004

Helgin var fín
gott veður sól og blíða. Við fórum í tivólíð með nesti -alveg eins og hinir danirnir- og leyfðum svo strákunum að leika sér í leiktækjunum sem eru þar. Það var fínt en við foreldrarnir vorum aðeins of ílla klædd.*burr,burr* Um kvöldið fór ég síðan í stelpupartý og það var æðislega gaman. Ég hitti 3 stelpur sem ég hef aldrei séð áður og 2 af þeim eiga stráka á Einars aldri. Ég ætla að reyna að drífa hann í heimsókn til þeirra sem fyrst.
Sunnudagurinn var letidagur en við kíktum inn í Barbrand sem er gettóið hérna í Århús. Það eru hlutfallslega mest um fólk af erlendum uppruna hérna í Århús af öllum bæjum hérna í danmörku. Flestir útlendingarnir safnast saman þarna í Brabrand. Það er varla hægt að sjá fólk sem er ljóst á hörund, konurnar eru með slæður og karlarnir eru með gullkeðjur og á þvílíku sportbílunum. Helsta aðdráttarafl Brabrand er Bazar Vest sem er markaður sem selur grænmeti, ávexti og arabískan mat *nammi namm*. En ástandi er svo slæmt þarna að lögreglan fer ekki inn í hverfið ef það eru slagsmál og læti. Strætó áskilur sér meira að segja rétt til þess að stoppa ekki fyrir farþegum ef þeim líst ekki á aðstæður. Þetta er mjög furðulegt að vera þarna, það eru stórar blokkir sem eru ódýrar í leigu og því safnast útlendingarnir þangað, og það er ótrúlegt að maður sér á umhverfinu að þetta er næstum því ekki danmörk, hálfgert Tyrkland eða eitthvað svoleiðis. Staðsetningin á hverfinu er frábær, stutt í bæinn og það er ótrúlega fallegt umhverfi, ég var meira að segja stundum þarna þegar ég var yngri afþví að ma og pa þekktu fólk sem bjó þarna, mér skilst að þá hafi þetta líka verið slumm. Þegar við vorum að leita af stað til að búa á kom okkur á óvart hvað raðhús voru fáránlega ódýr þarna, oft allt að 500 þús dkr í samanburði við okkar hverfi. Við erum nú ægilega ánægð að það var hægt að tala okkur ofan af því að kaupa ekki hús þarna *púff* við erum svo ægilega lukkuleg í snobbhverfinu okkar ;-)

Engin ummæli: