þriðjudagur, desember 14, 2004

Hérastubbur bakari

tók sér bólfestu í Gumma á sunndaginn og hann bakaði bara alveg fullt. Brúna lagtertu með smjörkremi og piparkökur. Ægilega fínt ! Strákarnir hjálpuðu okkur við að skera út piparkökurnar, en við lögðum ekki alveg í að lita þær með glassúr. Kannski eftir nokkur ár ! Það eru komnar myndir af herlegheitunum á myndasíðuna.

Guðni er alveg búin með aðlögunina á leikskólanum, og núna er hann allan daginn. Hann tók þetta í nefið, þessi dugnaðarforkur. Einar getur ekki beðið eftir að byrja og spyr á hverjum degi; fæ ég nú að fara í skólann með Guðna. En síðasti dagurinn hans Einars verður á föstudaginn, við ætlum að leyfa honum að taka almennilegt frí. En amma Tóta kemur svo á mánudaginn. Nóg að gerast !


Engin ummæli: