fimmtudagur, desember 23, 2004

Jólin alveg að koma

sem okkur finnst ótrúlegt hérna í 10° hita og rigningu. Ekki mjög jólalegt. Danir eru heldur ekki jafn skreytingaglaðir og íslendingar þannig að okkur finnst hálf grátt út að líta.

Amma Tóta rokkar eins og fyrri daginn. Hún er búin að kenna Einari að telja, draga frá og leggja saman. Svo ætlar hún að fara að kenna honum að skrifa nafnið sitt og spila á spil. Guðni er farinn að segja Tóta -mömmunni til mikillar gleði - þannig að við sjáum fram á með þessu áframhaldi getum við afbókað talmeinfræðingin og sent Einar beint í grunnskóla eftir áramót. Þær eru nefnilega svo magnaðar þessar ömmur !

En annars erum við bara í rólegheitum og hygge. Vona að þið hin séu það líka.

Gleðileg jól öll saman !

Engin ummæli: