miðvikudagur, maí 12, 2004

Afmælisstrákur
hann Einar Kári. Við foreldrarnir vöktum lengi að gera afmæliskökur, bakka inn gjöfum og gera pönnukökudeig sem drengurinn hafði óskað sér í morgunmat. Hann fékk ægilega fínar gjafir og við erum alveg í skýjunum með þetta allt saman.

Frá okkur fékk hann Hlaupahjól. Og Guðni líka ;-)
Frá Ömmu og Afa í Barmó fékk hann Chealse fótboltabúning með de hele, bók, lítinn bíl og smartís. Guðni fékk líka ;-) *maðurgræðiráaðverabróðir*
Frá Ömmu og Afa í Garðabænum fékk hann sundlaug og svo fengu þeir báðir boli með nafni sínu á !
Frá Ömmu Tótu var síðan SPIDERMEN stuttbuxur og bolur.

Við þökkum fyrir drenginn og hann þakkar fyrir sig. Við erum alveg í 7 himni með gjafirnar !

Það eru komnar myndir inn á myndasíðuna okkar, þar getið þið séð krúttin okkar !

Svo er það leikskólinn og svo Ísland. Nóg að gera !

Engin ummæli: