Jensens Böfhus
er fínn staður til að fara með börn á en þangað fórum við í boði tengdó í kvöld. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og voru miklir herramenn allan tímann. Það er svo gaman hvað þeir eru duglegir að bíða eftir matnum og borða og svona.
En á morgun ætlum við að fara í Jespershús sem er blómagarður hérna á Jótlandi. Það verður vonandi gaman. Það var þvílíkt úrhelli í dag með þrumum og alles, vonandi sleppum við við svoleiðis rugl.
Annars notum við tækifærið úr því að við erum með gesti og fórum í heimsókn til Karenar og Grétars. Þau eru greyin í prófum og eru ansi framlág. Aumingja þau, ég get nú samt ekki annað en hugsað um að þetta er einmitt það sem ég er búin að velja mér að gera næstu árin. Sitja og lesa undir próf í Júní ! Æði ! Not.
Það eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna. Enjoy !
föstudagur, júní 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli