sunnudagur, ágúst 15, 2004

Vejfest
var í gær í götunni. Það var rosalega gaman. Danir eru svo fælles, möde og leikjaglaðir að það hálfa væri nóg.

Skemmtunin byrjaði kl 14 í glampandi sól og 26° hita. Við sáum um "leiki" fyrir litlu börnin á meðan stóru börnin fóru í ratleik. Brjálað stuð ! Svo sátu allir og chilluðu með öl að sjálfsögðu. Það var slegið upp stóru tjaldi í götunni og um kvöldið var borðað þar. Fleirri bjórar teigaðir og enn meira rauðvín drukkið. Krakkarnir sáu um að skemmta hvert öðru langt fram eftir kvöldi og Einar eignaðist fullt af nýjum vinum. Við kynntumst aðeins fólkinu í götunni og allir voru ægilega þolinmóðir að hlusta á okkur bögglast á dönskunni. Þetta er allt saman fínasta fólk sem er allt ægilega huggulegt.

Núna liggur Gummi hinsvegar uppi í rúmi, alveg búin á því -en ekkert þunnur neitt *NOT*- eftir stuðið í gær. Ég var hinsvegar skynsöm og læddi mér í rúmið kl 12, þannig að ég er hressleikinn uppmálaður *ennmeiraNOT*


Engin ummæli: