mánudagur, október 25, 2004

Hamborg
er æði. Við heimsóttum Odd Martin vin okkar sem býr þar. Við keyrðum af stað á laugardeginum og vorum reyndar um 4 klst á leiðinni. Þegar við komum til Hamborgar var byrjað á því að fara á veitingahús og fá sér Snitsel, enda ekki annað hægt í þýskalandi. Eða hvað, snitselinu var svo rennt niður með stórum bjórum og allir voru ánægðir með það ! Við urðum auðvitað að fara í þýska matvöruverslun, bjórinn þar er víst mikið betri en í danmörku. *dæs* En við vorum hress það kvöldið ;-)

Daginn eftir keyrðum við aðeins um Hamborg og fórum svo í dýragarðinn. Það var auðvitað hápunktur ferðarinnar. Alltaf svo ótrúlega gaman að fara í dýragarða og sérstaklega að skoða apana. Það er eitthvað svo gaman að horfa á þá. En við keyrðum heim í einum rykk og vorum komin heim um 7 leytið. Ægilega ánægð með þetta allt saman. Það eru komnar myndir inn í albúmið okkar á netinu.

Annars var verið að ákveða að amma Tóta verður hjá okkur um jólin. Oh hvað okkur hlakkar til, strákarnir verða í fríi yfir jólin og þá verður gott að hafa ömmu til að dingla með. En amma ætlar að vera hjá okkur í 2 vikur. Jibbý, skibbý.

Engin ummæli: