fimmtudagur, júní 03, 2004

Sumar og sól
hérna í Danmörku. Ji það er svo gott veður. Ég nenni ekki að gera neitt nema hanga í sólinni og hafa það huggó ! Sem er ekkert slæmt en öllu má nú ofgera. Ég hjólaði niður í bæ í gær, NB fyrsta sinn sem ég hjóla niður eftir. Við búum upp á hæð og það er svakalega auðvelt að hjóla niður eftir en hrikalegt að hjóla heim. Ég hef ekki almennilega lagt í þessa miklu ferð, en var búin að lofa sjálfri mér því að hreyfa mig reglulega í sumar. M.a með því að hjóla. Enyways þá gekk þetta bara vel og ég fékk mér salat á Macdonalds, keypti mér buxur og bol. Las Moggann á bókasafninu og hafði það huggó. Ekki leiðinlegt það.

Engin ummæli: