sunnudagur, maí 30, 2004

Gaman gaman
fórum á ströndina í gær eftir að hafa röllt um hallargarðinn fyrir hádegi. Veðrið er frábært og allir í stuði. Enda allir í fríi. Fórum út að borða og í bíó í gær, Lost in Translation, mæli með henni. Mæli líka með Ítalíu staðnum sem við fórum á í gær, algjört jömmi. Fórum með Maríu og Pálmari, eðal suðurnesjafólk. Eðal, annað eðalpar kom með síðbúna afmælisgjöf handa Einari Kára, Grétar og Karen kíktu upp úr bókunum og drukku kaffi í góða veðrinu. Ekki amalegt það.

Í dag er stefnan sett á Tivolí og grill í kvöld. Gummi er að redda gaskút á gasgrillið okkar, en það hefur gengið erfiðlega, dönum finnst fáránlega hallærislegt að grilla á gasgrilli. Við erum aðhlátursefni hverfisins, en það er í góðu lagi. Plebbar eru cool.

Engin ummæli: