Ástralíubúarnir
sem eru búnir að vera í heimsókn hafa verið okkur til mikillar gleði og ánægju. Það er gaman að hafa góða gesti. Við erum búin að sýna þeim það helsta sem Århús hefur upp á að bjóða, s.s miðbæinn og kanínuróló. Enda er meginþorri gestanna á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Þannig að þær skoðunarferðir sem farnar hefa verið hafa fallið vel í kramið hjá þeim.
Svo kemur Bergdís bekkjó á miðvikudaginn, kannski maður nái að skipta á gestarúminu og renna yfir gólfin áður en að næstu flöskur verða teigaðar. Jamm og já, nóg að gera !
mánudagur, júlí 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli