Afmælið búið
í bili. Einar Kári er orðin 4ra ára á öllum vígstöðvum. Gaman að því. Afmælispartýið tókst bara vel og allir eru ánægðir. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fattar pakka af einhverri alvöru og það fyrsta sem hann sagði við alla sem komu inn úr dyrunum var; "hvar er pakkinn" smá dúlló þegar maður er bara fjögurra. Vonum bara að hann hætti þessu fyrir 14 ára, þetta hættir nefnilega alveg að vera krúttlegt um 8 ára aldurinn.
En hann fékk fína pakka, vatnsbyssu, Hulk, Útidót, Spiderman bíl, teiknidót og margt fleirra. Guðni horfði á gestina drápsaugum afþví að hann fékk ekki líka pakka, en hann verður víst að læra þetta, maður er ekki alltaf eins !
Veðrið lék við hvurn sinn fingur og það var steik út á palli. Sem betur fer. Við erum líka búin að endurheimta ömmu og erum því MJÖG fegin.
sunnudagur, maí 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli