miðvikudagur, júní 23, 2004

Tölvupikkless
í gangi hérna á Flintebakken,við erum ekki kát með það. Ég er að uppgvötva hvað ég er háð netinu en ég kemst á það svona 5 mínutur í senn. Ekki sniðugt ! Þarf að plata Grétar nágranna minn í heimsókn til að sjá hvað er að.........
En ég er allavegana búin að skrifa mörg blogg sem hafa bara horfið púff og líka emailin ! Arg og garg. Ekki sniðugt.

Guðni fór í heyrnarmælingu í gær og þau héldu ekki vatni yfir honum þar, það er semsagt búið að útiloka það í milljónasta skipti að krakkinn heyri ílla. Hann er bara seinn til máls............ ótrúlega seinn. En það eru margir í fjölskyldunum hans líka þannig að... ekkert hættulegt held ég. En þau vildu gefa honum 6 mánuði í viðbót áður en eitthvað verður gert.

Danir "unnu" fótboltan í gær en þeir þurftu 2-2 jafntefli til að komast áfram. Gummi fór og horfði á hann í góðum félagsskap með íslensku strákunum á kollegie hérna rétt hjá. Gummi er meira að segja búin að kaupa sér landsliðstreyju þannig að núna er honum ekkert að vandbúnaði. Go denmark !!!!

Reyni að redda þessum tölvumálum, agalegt að vera sambandslaus við umheiminn.

Engin ummæli: