þriðjudagur, október 19, 2004

Heimildaþættir

eru uppáhaldssjónvarpsefnið mitt. Við erum með 18 sjónvarpstöðvar hérna og fyrir það borgum við 150 dkr á mánuði. Góður díll. Stöðvarnar sem við erum með eru dönsku stöðvarnar en þær eru um 5 og svo eru norskar, sænskar og þýskar. Það er eins gott að halda vel á spöðunum ef maður ætlar að ná öllum góðu þáttunum. Þriðjudagskvöld eru sjónvarpskvöld en þá er á dagskrá þáttur sem heitir Sporlaus en þar er verið að finna týnda ættingja fólks, oft foreldra, í lokinn hittast allir og það er voðalega átakanlegt. -ég fer alltaf að gráta- Síðan kemur danska Idolið sem er svona lala, Friends og svo Amy dómari vinkona mín. Sem sagt fín sjónvarpskvöld.

En á ríkisstöðinni hérna sem heitir DR1 er mjög oft heimildaþættir og ég er algjör sökker fyrir heimildaþáttum, horfi nánast á hvað sem er þegar að þeim kemur. En það sem ég er búin að sjá og man sérstaklega eftir eru þættirnir um;

"Hamingjusömu" Áströlsku hórurnar, sú elsta var yfir 60 ára.
Þýska mannætan sem borðaði tölvunarfræðingin, ég missti matarlystina við að horfa á þann þátt, reyndar bara í svona 30 mín þannig að ekki grenntist ég þá, ónei !
Indversku læknarnir sem selja nýru úr fólki.
Indverskir apaveiðarar sem selja sjaldgæf dýr til auðkýfinga sem hafa þau í einkadýragörðum.
Slúðurblaðamennina sem skrifuðu um síðustu daga Diönu prinsessu.
BUSH "vin" minn og stríðið. Það var frekar óhuggulegt að heyra hvernig þeir fylgjast með fólki, það er nóg að taka vitlausa bók á bókasafninu og eiga vin í Irak, þá ertu pottþétt handtekinn.

Einstaklega áhugavert !

En við auglýsum eftir einhverjum góðhjörtuðum til að taka upp íslenska Idolið fyrir okkur, svona skemmtilegra þegar maður skilur allt sem dómararnir segja. Við höfum fylgst með norska, sænska og danska, en það er oft ansi erfitt að skilja dómarana. Sérstaklega þessa sænsku og norsku. Jiminneini geta þeir ekki sleppt því að hafa dómara sem talar málýsku ??? Mar bara spyr ;-9

En annars er fínt að frétta, ég er búin að finna mér leiðbeinanda. Hún er ráðgjafi hjá leikskólum Reykjavíkur og gerði mastersritgerðina sína um tvítyngd börn. Þannig að það ætti að vera ægilega fínt allt saman.


Engin ummæli: