Fullorðins.
Ég svaf eitthvað ílla í nótt og vaknaði kl 5:30, það er aldrei skemmtilegt ! Þrátt fyrir nýju náttfötin og ullarsokkana þá var ég alltaf að rumska. Ég held nú samt ég viti afhverju ! Ég var að velja mér efni til að skrifa B.ed ritgerðina mína um. MEN hvað það er erfitt. Mig langar að skrifa um svo margt, en mér finnst erfitt að skrifa um eitthvað sem ekki vekur hjá mér meiriháttar áhuga því að ég verð ein að skrifa og þá er erfiðara að halda sig við efnið. Ég meilaði allavegana á kennara sem ég hef áhuga á að leiðbeini mér, svo verð ég bara að sjá til. Mér finnst þetta allt of fullorðins eitthvað að velja um hvað maður ætlar að skrifa lokaritgerðina sína um, ég þarf kannski að fara vinna ;-/ Nei varla, ég skelli mér bara í meira nám þá get ég frestað vinnuhugleiðingum um nokkur ár, hjúkkit.
Einar Kári fékk boðskort í hólfið sitt þar sem er verið að bjóða honum í heimsókn til Andreas sem er með honum á leikskóla. Ji hvað hann hlakkar til. Við foreldrarnir ætlum að njóta þess að vera bara með 1 barn og fara í IKEA. Það er nefnilega mun auðveldara að múta 1 barni heldur en 2. Nákvæmlega helmingi auðveldara.
En framundan er haustfrí og frúin ætlar að klára 1 stk ritgerð og mála eldhúsið. Ikeaferðin er til að kaupa dúllerí sem hefur vantað í eldhúsið. Einmitt það !
Á laugardaginn er svo skvísupartý á Flintebakken. Gaman að því, þá ætla skvísurnar í Århús að mæta og hver veit nema að við förum niður í bæ. -Geðveikt villtar píur-
föstudagur, október 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli