Afmæli
hjá Einari Baldvin var í dag. Við brunuðum upp í Hadsten eftir hádegi og erum búin að skemmta okkur vel. En það er leiðinda veður hérna, ótrúlegt rok og kalt !!! Óskemmtilegt fyrir ömmu sem ætlar reyndar að vera í Hadsten þangað til á sunnudaginn. Það er víst mikið betra veður þar ! En annars er ég bara þreytt eftir Íslandsdvölina og próflesturinn, skil ekkert í þessu. Hefur kannski eitthvað með drykkju og djamm að gera. Humm.
Það sem hæðst ber á góma núna er afmælið hans Einars Kára sem verður á sunnudaginn og erum við sveitt að baka. Vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hafi betra veður. *krossleggjafingur*
fimmtudagur, maí 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli